136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[15:06]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2009 var gert ráð fyrir byggingu 750 leiguíbúða og var það m.a. liður í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga fyrr á þessu ári. Nú er lagt til að þetta vilyrði sé svikið og framlag til þessa þýðingarmikla verkefnis er skorið niður um 50%. Þetta er enn eitt ömurlega dæmið um það hvar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar finnur breiðu bökin í samfélaginu. Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórnarflokkunum á þessari atlögu að félagslega húsnæðiskerfinu og svikunum við verkalýðshreyfinguna.