136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[15:21]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um að skera niður fjárveitingar til iðnaðarráðuneytis og verkefna sem þar eru vistuð um 380 millj. kr. tæpar. Það er dapurlegt að fyrir niðurskurðarhnífnum skuli verða sá atvinnuvegur sem helst er horft til í sambandi við gjaldeyrisskapandi rekstur, ég er að tala um ferðaþjónustuna hér. Ekki er það síður dapurlegt að Nýsköpunarmiðstöðin skuli lenda undir hnífnum. Það er þyngra en tárum taki að hlusta síðan á hæstv. iðnaðarráðherra stæra sig af stuðningi við sprota- og nýsköpun í landinu.

Þá vek ég athygli á lið 312 sem ég mun gera sérstaklega grein fyrir á eftir.