136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[21:25]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör. Við höfum það þá bara á tæru að ekki er búið að taka ákvörðun um það hvernig þetta verður fært en verður væntanlega skýrt mun betur en liggur fyrir hér og nú.

Ég fagna því einnig að fá nákvæmari kostnað vegna ísbjarnaveiða á Norðurlandi og treysti því að þau svör muni berast mér á minnisblaði. Það verður fróðlegt að sjá hvað okkur tókst til í þeim efnum öllum. Þakka svo fyrir góð svör.