136. löggjafarþing — 61. fundur,  18. des. 2008.

virðisaukaskattur.

211. mál
[15:47]
Horfa

Frsm. efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, sem er að finna á þskj. 373 og er frá hv. efnahags- og skattanefnd.

Á þingskjalinu kemur fram hvaða gestir komu til nefndarinnar og hvaða umsagnir bárust.

Í frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar sem varða uppgjör á virðisaukaskatti. Er annarri ætlað að tryggja fullan innskattsrétt þeirra sem kosið hafa að fresta greiðslu virðisaukaskatts í samræmi við lög nr. 130/2008, um breyting á tollalögum. Hinni er ætlað að gefa fyrirtækjum kost á að nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þingmenn Ellert B. Schram, Bjarni Benediktsson, Gunnar Svavarsson og Birkir J. Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Ögmundur Jónasson, Lúðvík Bergvinsson, Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason.