136. löggjafarþing — 62. fundur,  18. des. 2008.

veiting ríkisborgararéttar.

249. mál
[20:59]
Horfa

Frsm. allshn. (Birgir Ármannsson) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem flutt er af allsherjarnefnd. Aðdragandi þessa máls er eins og venja hefur verið að allsherjarnefnd hefur fjallað um þetta mál og sérstök undirnefnd á vegum nefndarinnar hefur farið yfir lista þeirra sem óska eftir að öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Niðurstaða nefndarinnar var sú að mæla með því að 31 einstaklingur fái ríkisborgararétt með lögum á Alþingi á þessu haustþingi og liggur listinn fyrir í þskj. 379.