136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

lengd þingfundar.

[10:39]
Horfa

Jón Magnússon (Fl):

Virðulegi forseti. Ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við að samþykkja þá tillögu sem hæstv. forseti leggur til, að þinghaldið geti staðið lengur eins og farið er fram á en það er mjög mikilvægt að því verði samt markaður tími, þ.e. lok og þá miðað við það að þing stæði ekki lengur en fram til miðnættis svo sem komið hefur fram hjá þeim hv. þingmönnum sem talað hafa á undan mér. Mér finnst mikilvægt að miðað væri við það. Við værum þá ekki að samþykkja ótímabundna heimild til framlengingar og það er grundvallaratriði.

Mér finnst hins vegar mjög mikilvægt að það sé reynt að halda sig innan þeirra mörkuðu tímamarka sem kveðið er á um í þingsköpum vegna þess að það horfir til þess að halda störfum þingsins í eðlilegu horfi og það er það sem við eigum alltaf að miða við.