136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

kjararáð.

210. mál
[11:19]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Við 1. umr. þessa máls lýsti ég því yfir að ég teldi að það væri hlutverk okkar sjálfra, þingmanna, að breyta launum eins og menn teldu að eðlilegt væri að breyta þeim miðað við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu en ekki ætti að breyta lögunum um kjararáð. Ég er enn þá þeirrar skoðunar að það eigi að vinna málið þannig að við sjálf tökum ákvörðun um það hvað við teljum eðlilegt að lækka laun okkar miðað við núverandi ástand í þjóðfélaginu en förum ekki að breyta lögunum um kjararáð.

Ég mun ekki greiða þessari málsmeðferð atkvæði.