136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[14:06]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég óska eindregið eftir því að hlé verði gert á þessum fundi þar til þeir sem málin heyra undir hér á hv. Alþingi koma til andsvara.

Það kom fram í umræðum í vikunni að hv. formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins virðist hafa vald til þess að skipa mönnum inn og út af mælendaskrá eftir því sem ríkisstjórnin ákveður hversu langar umræðurnar eiga að vera. Ég vek athygli á því að það er einungis einn hv. stjórnarþingmaður á mælendaskrá sem komið er og það er gjörsamlega óboðlegt að mínu viti að stjórnarþingmenn sendi Alþingi puttann með þessum hætti. Ég óska eftir því að fundinum verði frestað þar til menn eru komnir hér í salinn.