136. löggjafarþing — 63. fundur,  19. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[14:07]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við höfum gert athugasemdir við það að forsvarsmenn þeirra þingnefnda sem hafa fjallað um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum og þeir ráðherrar sem þeir málaflokkar heyra undir skuli ekki vera við þessa umræðu.

Það er virðingarvert hjá hæstv. forseta að hafa gert ráðstafanir til að kanna með að þingmenn og ráðherrar væru við umræðuna, en það er ekki nægjanlegt að gera einhverjar ráðstafanir ef þær skila síðan engum árangri. Ég hlýt að gera þá kröfu eins og hv. þm. Álfheiður Ingadóttir að forseti geri stutt hlé þar til kannað er hvort þessir hv. þingmenn og ráðherrar ætli sér yfirleitt að verða við þeim tilmælum sem hér hafa komið fram.