136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[09:38]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi sýnir ríkisstjórnin rétta forgangsröðun. Aðgerðirnar miðast við að tryggja sem best hag þeirra sem lakast standa. Úrræðaleysi stjórnarandstöðunnar er átakanlegt í þessari umræðu. Hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa ekki boðið upp á annað en taumlausan ríkissjóðshalla sem að óbreyttu mun kalla yfir þjóðina (Gripið fram í.) annaðhvort óðaverðbólgu eða ofurvexti nema hvort tveggja sé. Algerlega ljóst er (Gripið fram í.) — það er verið að gera grein fyrir atkvæði. (Gripið fram í.)

Virðulegi forseti. (Gripið fram í.) Í þessari atkvæðagreiðslu eru greidd atkvæði um aðgerðir sem hafa það að markmiði að taka á brýnum vanda með þeim eina hætti sem hægt er, aðhaldsaðgerðum. (Gripið fram í.) Hér er gengið fram mjög skynsamlega og forgangsraðað með réttum hætti, (SJS: Setja inn á sjúkrahúsin.) sem stjórnarandstaðan hefur ekki treyst sér til að gera. (Gripið fram í.)

(Forseti (StB): Forseti vill biðja hv. þingmenn um að leyfa þeim sem eru í ræðustól hverju sinni að tala.)