136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

243. mál
[09:42]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Hér fer hæstv. ríkisstjórn einhliða inn í búvörusamninga en samkvæmt lögfræðiáliti sem fulltrúar í hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hafa undir höndum getur ríkisvaldið ekki gert það án þess að samkomulag sé um það við mótaðilann, sem eru Bændasamtökin. Þetta er mjög gróf aðgerð gegn bændastéttinni og alvarleg á þeim tímum sem við lifum nú þegar bændur eru mjög illa staddir fjárhagslega, ekki síst vegna gríðarlegs fjármagnskostnaðar sem þeir þurfa að bera eins og aðrir í þessu þjóðfélagi. Þannig að við framsóknarmenn munum greiða atkvæði gegn þessari grein.