136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[10:06]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Þarna er verið að veita 7 millj. kr. til að lagfæra ós Skjálfandafljóts sem ég í sjálfu sér styð en legg áherslu á að þar sé unnið mjög vandlega og í nánu samráði bæði við alla landeigendur sem þar eiga hagsmuna að gæta og alla þá sem tengjast umhverfismálum, umhverfisaðilum og skipulagsmálum, og unnið sé af mikilli vandvirkni og í samkomulagi. Þetta er viðkvæmt (Gripið fram í.) — já, já, bara árétta það eins og gert hefur verið, segir hv. þm. Kristján Þór Júlíusson, ég tek undir það en undirstrika að þarna þarf að fara af mikilli gát.