136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

kolvetnisstarfsemi.

152. mál
[10:09]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og fram kemur í minnihlutaáliti þeirrar sem hér stendur frá hv. iðnaðarnefnd þá tel ég að málið sé ekki fullunnið og að þrýstingur sá sem iðnaðarráðuneytið hefur lagt á afgreiðslu þess fyrir jólahlé sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verður til vandaðrar vinnu í nefndum þingsins.

Minni hlutinn hyggst freista þess að fá málinu frestað þannig að hægt sé að vinna það betur og ná fram tilteknum breytingum á því milli umræðna, sem hér var gert grein fyrir í gærkvöldi eða gærnótt, þannig að hægt verði að ganga frá málinu svo þingið hafi af því fullan sóma. Við vinstri græn munum því sitja hjá við einstakar greinar frumvarpsins, sem og þær 15 breytingartillögur sem hv. meiri hluti nefndarinnar flutti og óska eftir því að málið gangi til nefndar aftur á milli umræðna.