136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum.

248. mál
[10:31]
Horfa

Frsm. allshn. (Birgir Ármannsson) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti allsherjarnefndar um frumvarp til laga um heimild til fjárhagslegrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði í tengslum við málshöfðun fyrir erlendum dómstólum vegna íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana erlendra stjórnvalda á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008.

Nefndin hefur fjallað um málið á fundum sínum. Nefndin telur að það geti varðað miklum almannahagsmunum að úr því verði skorið með málsókn á hendur breskum yfirvöldum hvort aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum lögaðilum á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008 hafi brotið gegn lögum. Fyrir liggur að frestur til málsóknar rennur út í byrjun næsta árs.

Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt. Ellert B. Schram var fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir nefndarálit þetta rita, auk þess sem hér stendur, Ágúst Ólafur Ágústsson, Atli Gíslason, Sigurður Kári Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir, Ólöf Nordal, Karl V. Matthíasson og Jón Magnússon.