136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

virðisaukaskattur, vörugjald o.fl.

247. mál
[14:06]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Ég hef á tilfinningunni að hér í galsanum rétt fyrir jólin séu hv. stjórnarþingmenn að ýta á vitlausan takka kannski fyrst og fremst af því að þeir átta sig á því að tillagan er frá stjórnarandstöðunni en ekki vegna innihaldsins.

Hér er sem sagt lagt til mikið baráttumál, að bæta afkomu almenningssamgangna fyrst og fremst með því að endurgreiða (Gripið fram í.) hærra hlutfall olíugjaldsins en er í gildandi lögum og til þess að ná þeirri endurgreiðslu sem var áður en olíugjaldið var tekið upp með þeim hætti sem það er í dag. Þetta hefur verið baráttumál meðal annars okkar í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og fólks í Samfylkingunni líka og það vekur athygli hvernig hún greiðir atkvæði í þessu máli hér og er rétt að halda því til haga. Ég segi já.