136. löggjafarþing — 65. fundur,  20. des. 2008.

fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum.

248. mál
[17:21]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim sem segja að hér sé um afar jákvætt mál að ræða. Það er mjög mikilvægt að Alþingi sendi frá sér þau skilaboð að við teljum að á okkur hafi verið brotið þegar Kaupþing var yfirtekið af breskum stjórnvöldum og þau mál verði keyrð í gegn fyrir 7. janúar.

Það er rétt að það er skilanefnd Kaupþings sem þarf að reka þetta mál. Það var ljóst 22. október þegar við framsóknarmenn óskuðum eftir því að erlendir lögmenn kæmu á fund nefndarinnar og skæru úr um hverjir mundu reka málið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.

En þetta er afar jákvætt, við framsóknarmenn fögnum þessu og segjum því já.