136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[09:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er lagt til að forseti Íslands, alþingismenn og hæstaréttardómarar greiði í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en auk þess er getið um það í 3. gr. þessarar sömu breytingartillögu að þeir geti ekki haldið bæði réttindum og launum samtímis sem er andstætt reglum A-deildarinnar. Þetta eru sem sagt lakari réttindi en A-deildin veitir.

Burt séð frá því er lagt til að þingmenn greiði í forréttindasjóð, sjóð sem er með föst réttindi og breytilegt iðgjald og ég er á móti því. Ég er á móti því að við séum ekki með sömu lífeyrisréttindi og kjósendur okkar en 80% þeirra greiða í almenna sjóði og munu þurfa að sæta skerðingu á sama tíma og við höfum pikkföst réttindi.

Ég segi nei.