136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[09:59]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég segi já við því að alþingismenn, ráðherrar, forseti Íslands og svokallaðir æðstu embættismenn ríkisins fari inn í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eins og gildir almennt um starfsmenn hins opinbera. Þá erum við að tala um sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, almenna starfsmenn sem hafa í áranna rás samið um þessi réttindi þótt hér sé reynt að útmála þau sem einhver sérstök forréttindi eins og hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur gert við þessa umræðu.

Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar afnema ekki sérréttindin þrátt fyrir afvegaleiðandi og ómerkilegt tal, sérstaklega Samfylkingarinnar við þessa umræða. Hún hefur leikið ótrúlegan loddaraleik við þessa umræðu og nú talar hún um þetta sem skref í rétta átt. En hún er tilbúin til að stíga skref til skerðingar á kjörum aldraðra og öryrkja. Þá er hægt að gera það í einu vetfangi (Forseti hringir.) og núna 1. janúar en hún ætlar að bíða fram á sumarið með það að draga örlítið úr eigin sérréttindum. Þetta er ómerkilegt. (Forseti hringir.)

Ég segi já.