136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[10:01]
Horfa

Ellert B. Schram (Sf):

Herra forseti. Ég styð þetta frumvarp fyrst og fremst vegna þess að það felur í sér afnám þeirra sérréttinda sem fólust í lögunum frá 2003. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að nefndin og þingið hefðu átt að fá meiri tíma til að fjalla um málið, ekki síst í ljósi þess að lögin frá 2003 veittu alþingismönnum ekki almennt auknar lífeyristekjur og þau lög sem nú er verið að samþykkja rýra lífeyrisréttindi alþingismanna um 20%. Á því er vert að vekja rækilega athygli að réttindi alþingismanna voru ekki bætt með lögunum 2003 og þau eru rýrð núna með þessum lögum. Ég segi nei.