136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[10:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að nálgast réttindin í A-deild og það er skref í rétta átt. Ég segi því já en ég bendi á að í nefndaráliti meiri hluta hv. allsherjarnefndar er sagt, með leyfi forseta: „… og telur meiri hluti allsherjarnefndar að slík skoðun þurfi að eiga sér stað“. Þetta er sem sagt ekki endapunkturinn. Ég bendi á að ég er með breytingartillögu um að þingmenn geti valið sér almenna lífeyrissjóði, þá lífeyrissjóði sem kjósendur þeirra almennt greiða til. Ég segi því já við þessu en vildi gjarnan að menn skoðuðu enn frekar samræmingu á lífeyriskerfi þjóðarinnar.