136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[10:09]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Íslenska lífeyriskerfið hefur verið byggt upp með félagslegu átaki. Það hefur verið þróað í kjarasamningum á vinnumarkaði þar sem félagseiningar hafa komið að, verkalýðshreyfingin annars vegar og samtök atvinnurekenda hins vegar. (PHB: Sem hafa vit fyrir þér.) Margoft hefur verið reynt að sundra þessu kerfi og oft hafa heyrst raddir svipaðar þeirri sem við heyrðum áðan frá hv. þm. Pétri H. Blöndal, sérstaklega úr fjármálageiranum, sem hafa undir því yfirskini að þeir berjist fyrir (Gripið fram í.) einstaklingsfrelsinu viljað sundra þessari félagslegu aðkomu og grafa þannig undan íslenska lífeyriskerfinu. (Gripið fram í.) Tillagan sem við erum að greiða atkvæði um er atlaga að félagslegri aðkomu að íslenska lífeyriskerfinu. Ég segi nei. (PHB: Af hverju segirðu nei?)