136. löggjafarþing — 66. fundur,  22. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[12:24]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Guðbjartur Hannesson kvartaði yfir því hvernig stjórnarandstaðan fjallar um þessi mál, að stjórnarandstaðan talaði um blóðugan niðurskurð og aðför að velferðarkerfinu, og hv. þm. Guðbjartur Hannesson telur það vera dónaskap gagnvart almenningi að tala um þetta. Ég spyr: Er það dónaskapur gagnvart almenningi að benda á að raunbætur úr almannatryggingum muni skerðast á næsta ári vegna þess að gert er ráð fyrir rúmlega 5% verðlagshækkunum í frumvarpinu en við vitum öll að verðbólgan verður hærri? Er það dónaskapur gagnvart almenningi að benda á að það sama verður hjá bændum landsins? Er það dónaskapur gagnvart almenningi að benda á að nú ætlar Samfylkingin að byrja á því að rukka sjúklinga sem þurfa af einhverjum ástæðum að leggjast inn á sjúkrahús?

Virðulegur forseti. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning.