136. löggjafarþing — 68. fundur,  22. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[19:43]
Horfa

Magnús Stefánsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp til fjáraukalaga kom ótrúlega seint fram á Alþingi. Það kom fram (Gripið fram í.) þegar 2. umr. um fjárlög hófst, hæstv. iðnaðarráðherra, og ekki er góður bragur á því. Þetta frumvarp er illa reifað og mikilvægar upplýsingar vantar og margt er óljóst.

Ég vek athygli á að margar grunnstofnanir eru látnar draga með sér rekstrarhalla yfir á næsta ár þar sem bætist við niðurskurður fjárheimilda. Ég tel að tekjuáætlun frumvarpsins sé ofáætluð, því miður.

Hv. þingmenn Framsóknarflokksins munu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna enda er þetta mál alfarið á ábyrgð stjórnarmeirihlutans á Alþingi.