136. löggjafarþing — 68. fundur,  22. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[19:44]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það nauðsynlegasta sem þarf að gera í þjóðfélaginu er að afla meiri tekna. Meira tekjustreymi og meiri atvinna inn í þjóðfélagið er það sem við þurfum að takast á við. Við getum ekki komist í gegnum þá miklu erfiðleika sem hafa birst okkur núna á haustinu og munu birtast okkur á næsta ári bara með því að skera niður, það er algjörlega útilokað.

Við þurfum að horfa sérstaklega til þess að auka tekjurnar, halda atvinnunni, standa vörð um velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, og tryggja að húseigendur þurfi ekki að hverfa frá eignum sínum algjörlega eignalausir.

Þetta eru verkefnin, hæstv. forseti, og þau verðum við að reyna að tryggja sameiginlega, það er ekki gert með núverandi stjórnarstefnu.