136. löggjafarþing — 68. fundur,  22. des. 2008.

fjáraukalög 2008.

239. mál
[19:49]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Hér eru greidd atkvæði um 549 millj. kr. heimild til handa Fjármálaeftirlitinu en fulltrúar frá fjármálaráðuneyti komu á fund fjárlaganefndar til viðræðna um tekju- og gjaldahlið frumvarpsins. Nefndin kallaði einnig eftir sérstökum skýringum frá Fjármálaeftirlitinu og viðskiptaráðuneytinu vegna þessarar óskar um viðbótarfjárveitingu að upphæð 549 millj. kr. vegna aukakostnaðar sem féll á Fjármálaeftirlitið í kjölfar neyðarlaga nr. 125/2008.

Ítarlegt minnisblað var lagt fram af hálfu viðskiptaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins á fundi nefndarinnar vegna þessa.