136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

dagskrá fundarins.

[13:38]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna athugasemdar hv. þingmanns er þess að geta að forseti setur á dagskrá þau mál sem liggja fyrir sem þingmál og ekkert óeðlilegt við það. Þau raðast að jafnaði inn í þeirri númeraröð sem þau berast til þingsins. Nú verður gengið til dagskrár og er fyrsta dagskrármálið óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem gefst færi fyrir þingmenn að bera upp fyrirspurnir um þau mál sem þeir telja brýnust.