136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

krafa um kosningar.

[13:53]
Horfa

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Það væri skemmtileg tilbreyting að hv. þingmaður brygði þeim vana sínum að fara ekki að reglum þingsins um ræðutíma en látum það nú vera. En ég hafna því sem hv. þingmaður hélt fram að ríkisstjórnin væri í einhverju leynimakki hvað varðar samninga við erlend lönd, hvað varðar Icesave-reikninga og þess háttar (Gripið fram í.) vegna þess að hún hefur á bak við sig ályktun frá Alþingi í því efni. (Gripið fram í: Nei ... ræða þetta hér í þinginu.) Eru hv. þingmenn búnir að gleyma því? (Gripið fram í.) Er hv. þingmaður búinn að gleyma því að það var samþykkt hér þingsályktun um það í haust? (ÖJ: Hlustaðu á rödd þjóðarinnar.)

Það er ekki hægt að eiga orðastað við þennan þingmann, hæstv. forseti. Hann stendur hér og gargar (Gripið fram í.) eins og hann sé að tala á útifundi. (Forseti hringir.) (ÖJ: … leyfa fólki að tala …) (ÖJ: Þetta er vanvirðing við lýðræðið.) (Forseti hringir.)