136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

[14:02]
Horfa

Helga Sigrún Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Helvítis lyddugangur er þetta. Hvað á fólk að standa lengi í mótmælastöðu úti á Austurvelli eða annars staðar í borginni? Þolinmæðin er á þrotum og ég held að við heyrum það í dag.

Að lokum vil ég fá að spyrja hæstv. forsætisráðherra: Hver ber ábyrgð á því ef eitthvað gerist hér úti núna? Sem valdalaus þingmaður hér innan dyra vil ég fá að vita hver ber ábyrgð á því vegna þess að ég vil ekki gera það.