136. löggjafarþing — 69. fundur,  20. jan. 2009.

greiðslur til líffæragjafa.

259. mál
[14:49]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Út af síðustu orðum hv. þingmanns, að skilningur hæstv. heilbrigðisráðherra sé annar en þeirrar sem hér stendur á því frumvarpi sem hér er lagt fram, þá vil ég vekja athygli á því að í upphafi þegar lögð voru drög að þessari frumvarpssmíð var skipuð nefnd bæði á vegum mín og hæstv. heilbrigðisráðherra til að vinna að framgangi þessa máls og það varð sameiginleg niðurstaða í þessari skýrslu hvernig að því skyldi unnið og með það farið. Sú nefnd sem vann þetta mál síðan áfram var með aðild heilbrigðisráðherra og var enginn ágreiningur í þeirri nefnd. Ég vil koma því á framfæri. Að öðru leyti þakka ég hv. þingmanni fyrir undirtektir við málið.