136. löggjafarþing — 70. fundur,  22. jan. 2009.

Varamenn taka þingsæti.

[10:35]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Lúðvíki Bergvinssyni, um að Karl V. Matthíasson, 7. þm. Norðvest., geti ekki sótt þingfundi á næstunni vegna læknismeðferðar. Fyrsti varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Anna Kristín Gunnarsdóttir, tók sæti á Alþingi frá og með deginum í gær. Hún hefur áður setið á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa á ný.