136. löggjafarþing — 70. fundur,  22. jan. 2009.

staða efnahagsmála og horfur á vinnumarkaði, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[10:36]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar. Í fyrstu umferð hefur forsætisráðherra 20 mínútur en talsmenn frá öðrum þingflokkum 15 mínútur hver. Í annarri, þriðju og fjórðu umferð talar einn þingmaður frá hverjum flokki og hefur 5 mínútur. Forsætisráðherra hefur 5 mínútur í lok umræðunnar.