136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

starfsáætlun þingsins.

[10:34]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill greina frá því að forsætisnefnd samþykkti á fundi sínum fyrr í morgun að fella úr gildi starfsáætlun Alþingis fyrir vetrar- og vorþing 2009. Sú starfsáætlun getur ekki átt við lengur þar sem hún miðaði við að þing stæði fram á sumar en eins og hv. alþingismönnum er kunnugt er nú gert ráð fyrir alþingiskosningum í lok aprílmánaðar.

Forsætisnefnd samþykkti jafnframt að þingfundir verði fyrst um sinn í hverri viku frá mánudegi til fimmtudags en um nefndadaga og aðra vinnudaga verði ákveðið síðar. Þá var ákveðið að þingfundur verði á morgun, föstudaginn 6. febrúar.