136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Mjög mikilvægt er að Alþingi vinni hratt og vel að þeim ráðstöfunum sem gera þarf sem þessi ríkisstjórn — sem ég óska til hamingju með kjörið og vona að hún standi sig vel og treysti ekki bara á hamingjuna og heppnina. Ég tel brýnt að unnið sé hratt og vel að þeim ráðstöfunum sem þessi ríkisstjórn gerir sem eru nákvæmlega þær sömu og sú gamla ætlaði að gera. Þannig að þetta er ekki spurning um málefni, [Frammíköll í þingsal.] þetta er spurning um allt annað en málefni. [Frammíköll í þingsal.]

Ég vil stuðla að því — þótt mönnum þyki þetta óþægilegt í Samfylkingunni þá ætla ég samt að segja það. Þetta eru málefnalega ekki mismunandi ríkisstjórnir. En til þess að flýta málinu mun ég greiða atkvæði með þessu og segi já. (Gripið fram í: Gott, gott.) (Gripið fram í.)