136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[11:27]
Horfa

dómsmálaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Víst er það að þessi tvö mál eru áþekk. Upphaflega voru frumvarpsdrögin samin af réttarfarsnefnd að tilhlutan þáverandi dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar eins og fram kemur í almennum athugasemdum við frumvarpið. Meginbreytingar frá fyrri frumvarpsdrögum eru þau að gildissvið laganna er víkkað að því leyti að áður átti það einungis að ná til einstaklinga sem ekki hafa stundað atvinnurekstur en opnað er á að það nái í afmörkuðum tilvikum til einstaklinga sem hafa stundað atvinnurekstur auk þess sem sú grundvallarbreyting er lögð til að þetta úrræði nái einnig til veðkrafna sem er óvenjulegt en það nær þá til veðkrafna vegna lána fyrir íbúðarhúsnæði hjá lánastofnunum í eigu ríkisins. (Gripið fram í: Og hafðu það.) (Gripið fram í: Þú átt að lesa áður en þú ferð í ræðustól.)