136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:03]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í ljósi skýringanna hlýtur maður að spyrja hvaða undarlega afstaða lýsir sér í þeirri sýn sjálfstæðismanna á þetta úrræði að með einhverjum hætti eigi að girða fyrir möguleika þess mikla fjölda fólks í landinu sem hefur atvinnu sína og framfæri af rekstri einkahlutafélaga. Ég skil ekki þá mannfyrirlitningu sem fram kemur af hálfu sjálfstæðismanna með því að vilja girða fyrir að þeir sem hafa haft tekjur sínar af smáum atvinnurekstri geti nýtt sér þessi úrræði. Ég skil ekki heldur hvers vegna sjálfstæðismenn leggjast gegn því að skapa skýra lagaheimild fyrir ríkisbankana til að létta með nauðsynlegum hætti undir með skuldurum. Það kann að vera að gildandi lagaheimildir dugi fyrir Íbúðalánasjóð en þær duga ekki fyrir nýju ríkisbankana og því er mikilvægt að sett séu skýr ákvæði í lög sem heimili ríkisbönkunum (Forseti hringir.) að taka þátt í greiðsluaðlögun af þessum toga.