136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:06]
Horfa

Flm. (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta mál kom ekki inn á borð til mín fyrr en í sumar þannig að ég lagðist ekki gegn neinu máli. Alltaf var litið svo á að þetta væri málefni annarra ráðherra en dómsmálaráðherra. Allir töldu það og viðskiptaráðherra setti þetta af stað. Síðan þegar farið var að skoða málið og kanna það efnislega kom í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir, eða hver annar sem hv. þingmaður nefndi, var bara á villigötum í þessu og það var ekki fyrr en málið kom í hendur okkar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sem það var tekið þeim tökum að hægt var að búa það í þann búning að leggja það fyrir þingið.