136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:10]
Horfa

Flm. (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Þarna talaði hv. þingmaður sem kom í veg fyrir að þetta mál kæmist út úr þingflokki Samfylkingarinnar og honum ferst ekki að tala um að menn standi ekki að afgreiðslu mála og fari yfir þau. Varðandi þann fjölda manna sem getur komið að málinu þá bendi ég hv. þingmanni á að lesa umsögn fjármálaráðuneytisins sem kemur að þessu máli sem umsagnaraðili um þann kostnað sem kann að hljótast af frumvarpinu. Þar kemur fram að fjármálaráðuneytið telur ekki að þeim fjölgi sem fara í þetta úrræði þrátt fyrir ákvæðin sem hv. þingmaður nefndi og telur að hafi skipt sköpum við stuðning sinn við frumvarpið.