136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[12:16]
Horfa

Flm. (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel alveg sjálfsagt fyrir þingmenn að koma þessum sjónarmiðum á framfæri í allsherjarnefnd. Til þess eru nefndirnar að fara yfir þetta og eins og ég sagði eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu og hæstv. dómsmálaráðherra leggur hér fram, með þeim hætti að eðlilegt hefði verið að fjalla um þær í nefnd og taka fyrir í allsherjarnefnd og klára málið þannig.

En ef hv. þingmaður telur að einhverjir muni fallast á að taka inn ákvæði úr frumvarpi framsóknarmanna um þetta mál held ég að það sé borin von því að það er svo illa samið.