136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[11:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að óska eftir því að hæstv. heilbrigðisráðherra verði viðstaddur umræðuna hér á eftir af því að hann er í hvíld frá störfum sínum sem formaður BSRB.

Ég vil lesa, með leyfi herra forseti, úr þessu makalausa bréfi sem mun fara inn í söguna:

„Verði framangreint frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum mun embætti sem þér gegnið verða lagt niður. Fer þá um starfslok yðar hjá Seðlabankanum í samræmi við 34. gr. ...“

Því er sem sagt lýst yfir að það eigi að kanna hvort ekki sé vilji til að biðjast lausnar. Þetta er hótun, herra forseti, ekkert annað en hótun. Svo er talað um faglega seðlabankastjóra. Það vill svo til að einn af þeim seðlabankastjórum sem verið er að hóta með þessu uppfyllsir þau skilyrði. Hann er með meistaragráðu í hagfræði (Gripið fram í.) og annar er líka hagfræðingur. Sá þriðji er lögfræðingur þannig að það eru (Gripið fram í.) allir með háskólagráðu.