136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek fram að mér finnst starfsmannalögin vera allt of ströng og áminningarskylduna ætti fyrir löngu að vera búið að afnema af því að vinnumarkaðurinn stefnir í rauninni í það að vera einn og að sjálfsögðu ætti að sameina öll réttindi og skyldur á þessum markaði. Ég tek ekki undir það með hæstv. ráðherra að þetta eigi að vera svona. En það sem er ankannalegast í þessu er að hæstv. ráðherra hefur staðið vörð um þetta kerfi og nú er það einmitt seðlabankastjóri sem nýtur þess.