136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:48]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel reyndar að peningastefna Seðlabanka Íslands hafi um margt verið misráðin undanfarin ár og þess vegna hlýtur auðvitað að koma til greina að skoða hana og breyta. En það á að vera á forræði Seðlabankans og undir nýrri forustu munu menn vonandi taka betri ákvarðanir í þessum málum en teknar hafa verið undanfarin ár.

Ég veit ekki hvort ég á að elta ólar við endalausar spurningar um höfundarrétt að þessu frumvarpi. Ég sé satt að segja ekki að það þjóni neinum sérstökum tilgangi.