136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[16:58]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil eins og aðrir óska hæstv. viðskiptaráðherra til hamingju með embættið og ræðuna áðan, sem var að mínu mati mikil sorgarsaga. Seðlabankanum hefur aldrei tekist að ná neinum af markmiðum sínum í allri sinni sögu, ef ég hef tekið rétt eftir. Ef enginn trúir því að stjórntæki virki þá virka þau ekki, enginn í útlöndum trúir okkur — og hvað?

Það er ekkert verið að breyta því, hæstv. forseti. Af hverju er bara verið að taka fyrsta skrefið ef hæstv. ráðherra telur að þetta sé fyrsta skrefið í því að skipta um menn í brunarústum? Af hverju er bara verið að taka eitt skref, af hverju stígum við ekki skrefið til fulls og breytum því sem skiptir máli, peningastefnunni sjálfri?

Önnur spurning sem ég vil gjarnan koma til hæstv. ráðherra: Hann segir að peningastefnan hafi verið misráðin og það verði að taka á henni innan Seðlabankans og koma með nýja stefnu með trúverðugum hætti. Ég spyr því: (Forseti hringir.) Á nýi seðlabankastjórinn sem sagt að búa til stefnuna? Er (Forseti hringir.) hún ekki mótuð hér á hinu háa Alþingi?