136. löggjafarþing — 76. fundur,  6. feb. 2009.

Seðlabanki Íslands.

280. mál
[18:11]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega voru höfð til hliðsjónar í þessari vinnu þau frumvörp sem voru til umræðu í þinginu 2001 og 2005 og farið gaumgæfilega yfir þau sjónarmið sem þar lágu að baki og þau skoðuð og metin. Það er vissulega rétt sem fram kom í máli hv. þingmanns að við vinnslu frumvarpsins var farið yfir skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2005, þar sem farið var yfir stjórnskipulag seðlabanka víða um heim, þannig að svarið við því er að þetta var allt lagt til grundvallar í þessu frumvarp auk þess sem leitað var, eins og ég sagði áðan, sjónarmiða á ýmsum þáttum í frumvarpinu (Forseti hringir.) í heild hjá virtum (Forseti hringir.) hagfræðingum og lögfræðingum.