136. löggjafarþing — 77. fundur,  9. feb. 2009.

breytingar á bankaráðum viðskiptabankanna.

[15:09]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Herra forseti. Ég hélt að það hefði komið skýrt fram af minni hálfu að það væri ekkert óeðlilegt þegar ný ríkisstjórn kemst til valda að skoðað sé hvort einhverjar breytingar verði í bankaráðunum og hlutföllum þar. Það er eitt af því sem við viljum skoða. En ég mótmæli því sem talað er um að hér sé um einhverjar hreinsanir að ræða, að verið sé að bola fólki út Við höfum haft ýmsar athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að ýmsu máli í þessu samfélagi. Þá er ég að tala um skipan í embætti eins og í starf seðlabankastjóra, hvernig að því hefur verið staðið. Það er eðlilegt að þegar breytt er um ríkisstjórn sem hefur í forgang að hafa eðlilegan hátt á í stjórnsýslunni, að stöður séu auglýstar o.s.frv., að það verði gert. Varðandi bankaráðin hefur það vissulega komið til skoðunar en engin ákvörðun hefur verið tekin enn.