136. löggjafarþing — 77. fundur,  9. feb. 2009.

sameining heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.

[15:12]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er rétt að það ríkir óvissa varðandi þær skipulagsbreytingar sem boðaðar hafa verið innan heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Ég hef sagt og ítreka nú að sumar þessar breytingar eru til góðs og til þess fallnar að stuðla að auknu hagræði. Aðrir eru komnar í farveg sem erfitt er að stöðva. Í þriðja lagi er um að ræða kerfisbreytingar sem verður að taka til endurskoðunar. Ég hef ákveðið að gera það, ekki síst hvað varðar skipulagsbreytingar á Norðurlandi.

Það er rétt sem fram kom hjá fyrirspyrjanda, Birki Jóni Jónssyni, að ósætti er um þær tillögur sem liggja fyrir um skipulagsbreytingarnar og ég mun reyna að keyra málin inn í þann farveg að um þær geti skapast sátt og ég hef þegar lagt grunn að slíku samstarfi.