136. löggjafarþing — 77. fundur,  9. feb. 2009.

vegaframkvæmdir á Vestfjörðum.

[15:18]
Horfa

Sigurður Pétursson (Sf):

Hæstv. forseti. Öllum ætti að vera kunnugt um, að minnsta kosti þeim sem hér eru, að einn landshluti er þannig settur að helstu vegir, bæði innan hans sem og tengingar við aðalþjóðvegakerfi landsins, eru 50 ára gamlir og jafnvel enn eldri.

Þess vegna vil ég biðja hæstv. samgönguráðherra að upplýsa hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Vestfjörðum á þessu ári. Í fyrsta lagi: Hvaða framkvæmdum er áætlað að ljúka? Í öðru lagi: Hvaða nýframkvæmdir er áætlað að hefjist á árinu? Í þriðja lagi: Hvað líður undirbúningi jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar? Þar sem þetta er allt saman mikilvægt, óska ég eftir svörum.