136. löggjafarþing — 77. fundur,  9. feb. 2009.

þingmannamál á dagskrá.

[16:09]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Í upphafi hvers þings fá þingflokkarnir að leggja fram þau mál sem þeir leggja helst áherslu á að komist fljótt á dagskrá þingsins. Menn nefna þetta stundum tíu mála listann. Framsóknarmenn lögðu fram slíkan lista eins og aðrir þingflokkar og ég vek athygli á að ekki er enn búið að mæla fyrir þeim málum sem við settum þar í forgang. Ég nefni t.d. mál um að auðlindir verði sameign þjóðarinnar og það verði sett í stjórnarskrá. Ekki hefur verið mælt fyrir því. Boðið var upp á það á sínum tíma en við gátum ekki tekið það á dagskrá þá og ekki hefur verið boðið upp á að taka það á dagskrá aftur. Mér finnst því svolítið sérstakt ef Sjálfstæðisflokkurinn á að fá að mæla hér fyrir máli sem hann lagði fram fyrir svona korteri síðan. Þannig er nú svolítið gaman að því ef aðrir þingflokkar eiga þá væntanlega að bíða meðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur sínum málum að því að þegar þeir voru í ríkisstjórn komu þeir auðvitað öllu sínu að hér (Forseti hringir.) sem ráðherrar. Ég vil bara benda á að það þarf að gæta einhvers jafnræðis í þinginu.