136. löggjafarþing — 77. fundur,  9. feb. 2009.

stjórn fiskveiða.

63. mál
[16:52]
Horfa

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil bara vekja athygli á því að ég held að einhver slík opnun sem hér er verið að leggja til væri jákvætt skref í núverandi stöðu, mjög jákvætt skref, og gæti skipt talsverðu máli í að lyfta aðeins af stað atvinnustiginu vítt og breitt um landið. Við værum að senda jákvæð skilaboð.

Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því, hæstv. sjávarútvegsráðherra, að ef ráðherrann beitti sér í því að taka slíka ákvörðun, þótt takmörkuð væri, mjög takmörkuð, yrðu það sennilega ekki miklir hamingjudagar hjá sumum. Ég hugsa að þeir mundi ekki flokkast undir hamingjudaga LÍÚ, þ.e. þessir 70 sem eftir eru. Ég er alveg klár á því að LÍÚ mundi ekki flokka það sem sérstaka hamingju ef þessi tillaga okkar í Frjálslynda flokknum hefði gengið einhvers staðar eftir.