136. löggjafarþing — 77. fundur,  9. feb. 2009.

stjórn fiskveiða.

63. mál
[17:58]
Horfa

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson) (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er dálítið djúp umræða að fara í og verður ekki kláruð hér á 55 sekúndum að taka þetta efni fyrir en ég vænti þess að við getum gert það skilmerkilega á eftir.

Ég tel hins vegar að til að breyta núverandi kerfi og sníða af galla þess sem allra mest eigi menn að fara í heildarendurskoðun sem miði að því. Það hefur verið skoðun mín lengi að íslenskir útgerðarmenn hafi aldrei átt að fá neitt annað en nýtingarréttinn. Þeir áttu ekki að fá söluréttinn, ekki leiguréttinn, ekki veðsetningarréttinn á óveiddum fiski. Þeir þurftu hins vegar að hafa vissu fyrir því að geta gert út og haft aðgang að aflaheimildum eftir einhverjum ákveðnum leiðum. Hægt er að fara margar leiðir til að gera það, m.a. þá meðan menn eru að breyta þessu að horfa til þeirrar hlutdeildar sem menn töldu sig hafa haft og veita mönnum tímabundinn forgang (Gripið fram í.) — með leyfi.