136. löggjafarþing — 78. fundur,  10. feb. 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

279. mál
[16:00]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Aftur gætir sama misskilnings. Það er engin útgreiðsla, þetta er millifærsla frá einum aðila sem er með fastar greiðslur, bundnar á reikningum, yfir til annars aðila sem fær millifært inn á greiðslur sem eru pikkfastar hjá honum. Það sem lífeyrissjóðurinn getur gert — hann á náttúrlega sínar eignir sem standa undir þessu — er að taka lán hjá viðkomandi lánastofnun. Það er ekkert einfaldara. Hann er með góðar eignir sem hann setur að veði — og ég reikna með því að með öllu sínu eignasafni sé hann stórkostlega góður skuldari — hann tekur lán til skamms tíma til að laga þessa stöðu og þarf ekki að ganga á peningalegar eignir sínar eða losa fé í hvelli.